Skip to main content

Fréttir og tilkynningar

Kría og Nýsköpunarvika – 17. maí 2022

Eftir Fréttir

Kría –  sprota- og nýsköpunarsjóður heldur í samstarfi við Nýsköpunarviku viðburðinn „Kría hefur sig til flugs“.

Fjallað verður um stofnun Kríu og starfsemi sjóðsins. Í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem rýnt verður í fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja á Íslandi – staðan nú og hvert við stefnum.

Að loknum erindum og pallborðsumræðu verður boðið upp á léttar veitingar.

Sjáumst í Grósku (Bjargargata 1, 102 Reykjavík) þann 17. maí n.k. klukkan 16:00.

Viðburðinum verður einnig  streymt.

 

Kría fjárfestir í þremur vísisjóðum

Eftir Fréttir

Kría – sprota- og nýsköpunarsjóður mun á næstu árum fjárfesta fyrir rúma 2,2 milljarða króna í þremur sérhæfðum fjárfestingarsjóðum sem hafa það markmið að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum á Íslandi. Sjóðirnir eru Eyrir Vöxtur, Frumtak 3 og Crowberry II. Fjárfest verður fyrir 810 milljónir króna í Frumtaki 3 og Crowberry II og fyrir 620 milljónir króna í Eyri Vexti.

Kría auglýsti fyrr í haust eftir umsóknum frá sérhæfðum fjárfestingarsjóðum, svonefndum vísisjóðum. Þrír vísisjóðir, sem allir uppfylltu sett skilyrði, sóttu um fjárfestingu. Allir eiga þeir sameiginlegt að fjárfesta snemma í vaxtarferli sprotafyrirtækja sem búa yfir miklum vaxtarmöguleikum á erlendum mörkuðum. Fjármagnið sem Kría leggur til rennur til fjárfestinga í íslenskum sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum með starfsemi á Íslandi eða sem eiga rætur að rekja til íslenskra hugmynda.

Vísisjóðirnir þrír eiga það jafnframt sameiginlegt að vera stofnaðir og fjármagnaðir á árinu sem nú er að líða. Mikil gróska hefur verið í nýsköpunarumhverfinu hér á landi að undanförnu og hafa fjárfestar tekið við sér eftir að tilkynnt var um stofnun Kríu í lok árs 2019.

Eyrir Vöxtur er sex milljarðar króna að stærð og í umsýslu Eyrir Venture Management. Sjóðurinn mun fjárfesta í sprotafyrirtækjum sem komin eru með vöru eða þjónustu, byrjuð að afla tekna og eru með góða vaxtamöguleika. Frumtak 3 er sjö milljarðar króna að stærð, í umsýslu Frumtak Venture, og mun fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum sem eru á fyrstu stigum fjármögnunar og þykja vænleg til vaxtar á alþjóðlegum mörkuðum. Crowberry II er 11,5 milljarðar króna að stærð, í umsýslu Crowberry Capital, og mun fjárfesta í íslenskum og norrænum tækni-sprotafyrirtækjum.

Eyrir Vöxtur og Frumtak 3 hafa nú lokið fyrir fjármögnun en Crowberry II tekur við fjárfestingarloforðum fram á mitt ár 2022. Áætlaður líftími sjóðanna þriggja er tíu ár.

Opið fyrir umsóknir – 6. okt 2021

Eftir Fréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir frá sérhæfðum sjóðum um fjárfestingu frá Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóði. Umsóknarfrestur er til og með 3. nóvember 2021.

  

Frekari upplýsingar eru að finna á vefslóð www.kriaventures.is/umsoknir

Kría – Icelandic Venture Initiative will start accepting applications from specialized venture capital funds. The closing date for applications is November 3, 2021.

Applications for Investment by Kría – Icelandic Venture Initiative

With reference to Act No 65/2020 on Kría – Icelandic Venture Initiative, Regulation No 255/2021 and rules of procedure established by the management board, we hereby welcome applications from venture capital funds (VCs) for investment by Kría – Icelandic Venture Initiative.

Kría – Icelandic Venture Initiative is authorised to invest in specialized VCs whose purpose is to invest in innovation and start-up companies and who satisfy the conditions laid down in the provisions and rules of the fund. Further information on these conditions can be found in Article 5 of Regulation No 255/2021 on Kría – Icelandic Venture Initiative.

The total amount available for investment by Kría – Icelandic Venture Initiative in the current application period is ISK 2.24 billion. Kría’s share value within each fund cannot exceed 30% of the aggregated capital contributions and the existing uncalled committed capital of the fund concerned. Kría’s investment in a single VC fund cannot exceed ISK 2 billion.

Information on the requirements for Kría’s investment funding and the supporting documents for the application can be found on the following website (in Icelandic): www.kriaventures.is/umsoknir. VCs interested in applying and satisfy the conditions for investment by Kría can obtain an application form and information on the required supporting documents by enquiring at umsoknir@kriaventures.is.

Kría – Icelandic Venture Initiative is an independent fund owned by the Icelandic state and under the aegis of the Minister of Tourism, Industry and Innovation. The role of Kría is to promote the development and advancement of innovation and start-up companies in Icelandc by investing in specialized venture capital funds, which in turn invest in innovative start-up companies.

The application period is from October 6, 2021 to November 3, 2021.

 

For other information, please refer to the laws and regulations about Kría – Icelandic Venture Initiative.

Tilkynning

Eftir Fréttir

Stjórn Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs hefur samþykkt tillögu að tímalínu fyrsta starfsárs síns.

Tilgangur þessarar tilkynningar er að gera áætlanir Kríu aðgengilegar svo rekstraraðilar sjóða og aðrir hagaðilar hafi sem bestar upplýsingar á hverjum tíma.

Áætlað er að taka við fyrstu umsóknum um fjárfestingu haustið 2021.

Að öðru leyti er bent á lög og reglugerð um Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóð.

The board of Kría – Icelandic Venture Initiative – has approved the timeline for its first year of operation.

This announcement is to clarify the timeline so fund operators and other stakeholders have the best information available.

The board anticipates accepting pitches and applications in the fall of 2021.

For other information, we point you to the laws and regulations about Kría – Icelandic Venture Initiative.