//

Kría sprota- og nýsköpunarsjóður er sjálfstæður sjóður í eigu íslenska ríkisins tileinkaður fjárfestingum í sérhæfðum fjárfestingasjóðum.

Kría er framtak sem er ætlað að efla fjármögnunarumhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi. Sem sjóðasjóður mun Kría fjárfesta í öðrum sérhæfðum fjárfestingarsjóðum, svokölluðum vísisjóðum (e. venture capitalfunds), sem síðan fjárfesta í sprotafyrirtækjum með mikla vaxtarmöguleika.

Vísisjóðir eru þekktir sem  „venture capital funds“ á ensku og sérhæfa sig í fjárfestingum í áhættusömum en jafnframt spennandi sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Markmið Kríu er að styðja við vöxt slíkra sjóða á Íslandi og efla þannig fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja á Íslandi.

Kría er mikilvægur þáttur í nýsköpunarstefnu stjórnvalda sem ætlað er að stuðla að aukinni samkeppnishæfni íslenskra sprotafyrirtækja á erlendum mörkuðum og auknum útflutningi byggt á hugviti og í hugverkaiðnaði.  

Vísisjóðir geta sótt um fjármagn frá Kríu til fjárfestinga. Opnað verður fyrir umsóknir um fjárfestingu frá Kríu síðar á árinu.

Lokað er fyrir umsóknir um fjárfestingu frá Kría – sprota- og nýsköpunarsjóði.

Fréttir og tilkynningar

Fjárfestingar