Skip to main content
All Posts By

saemundur

Kría og Nýsköpunarvika – 17. maí 2022

Eftir Fréttir

Kría –  sprota- og nýsköpunarsjóður heldur í samstarfi við Nýsköpunarviku viðburðinn „Kría hefur sig til flugs“.

Fjallað verður um stofnun Kríu og starfsemi sjóðsins. Í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem rýnt verður í fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja á Íslandi – staðan nú og hvert við stefnum.

Að loknum erindum og pallborðsumræðu verður boðið upp á léttar veitingar.

Sjáumst í Grósku (Bjargargata 1, 102 Reykjavík) þann 17. maí n.k. klukkan 16:00.

Viðburðinum verður einnig  streymt.

 

Kría fjárfestir í þremur vísisjóðum

Eftir Fréttir

Kría – sprota- og nýsköpunarsjóður mun á næstu árum fjárfesta fyrir rúma 2,2 milljarða króna í þremur sérhæfðum fjárfestingarsjóðum sem hafa það markmið að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum á Íslandi. Sjóðirnir eru Eyrir Vöxtur, Frumtak 3 og Crowberry II. Fjárfest verður fyrir 810 milljónir króna í Frumtaki 3 og Crowberry II og fyrir 620 milljónir króna í Eyri Vexti.

Kría auglýsti fyrr í haust eftir umsóknum frá sérhæfðum fjárfestingarsjóðum, svonefndum vísisjóðum. Þrír vísisjóðir, sem allir uppfylltu sett skilyrði, sóttu um fjárfestingu. Allir eiga þeir sameiginlegt að fjárfesta snemma í vaxtarferli sprotafyrirtækja sem búa yfir miklum vaxtarmöguleikum á erlendum mörkuðum. Fjármagnið sem Kría leggur til rennur til fjárfestinga í íslenskum sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum með starfsemi á Íslandi eða sem eiga rætur að rekja til íslenskra hugmynda.

Vísisjóðirnir þrír eiga það jafnframt sameiginlegt að vera stofnaðir og fjármagnaðir á árinu sem nú er að líða. Mikil gróska hefur verið í nýsköpunarumhverfinu hér á landi að undanförnu og hafa fjárfestar tekið við sér eftir að tilkynnt var um stofnun Kríu í lok árs 2019.

Eyrir Vöxtur er sex milljarðar króna að stærð og í umsýslu Eyrir Venture Management. Sjóðurinn mun fjárfesta í sprotafyrirtækjum sem komin eru með vöru eða þjónustu, byrjuð að afla tekna og eru með góða vaxtamöguleika. Frumtak 3 er sjö milljarðar króna að stærð, í umsýslu Frumtak Venture, og mun fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum sem eru á fyrstu stigum fjármögnunar og þykja vænleg til vaxtar á alþjóðlegum mörkuðum. Crowberry II er 11,5 milljarðar króna að stærð, í umsýslu Crowberry Capital, og mun fjárfesta í íslenskum og norrænum tækni-sprotafyrirtækjum.

Eyrir Vöxtur og Frumtak 3 hafa nú lokið fyrir fjármögnun en Crowberry II tekur við fjárfestingarloforðum fram á mitt ár 2022. Áætlaður líftími sjóðanna þriggja er tíu ár.