Skip to main content

Kría og Nýsköpunarvika – 17. maí 2022

Eftir maí 5, 2022maí 10th, 2022Fréttir

Kría –  sprota- og nýsköpunarsjóður heldur í samstarfi við Nýsköpunarviku viðburðinn „Kría hefur sig til flugs“.

Fjallað verður um stofnun Kríu og starfsemi sjóðsins. Í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem rýnt verður í fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja á Íslandi – staðan nú og hvert við stefnum.

Að loknum erindum og pallborðsumræðu verður boðið upp á léttar veitingar.

Sjáumst í Grósku (Bjargargata 1, 102 Reykjavík) þann 17. maí n.k. klukkan 16:00.

Viðburðinum verður einnig  streymt.