Um Kríu

Kría – sprota- og nýsköpunarsjóður er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins og heyrir undir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hlutverk sjóðsins er að fjárfesta í sérhæfðum fjárfestingarsjóðum, svokölluðum vísisjóðum (e. Venture capital funds), sem síðan fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Sjóðnum er ætlað að efla fjárfestingarumhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi og er liður í stefnumótun stjórnvalda í málefnum nýsköpunar og í samræmi við Nýsköpunarstefnu.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur umsjón með rekstri og umsýslu Kríu samkvæmt samningi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Frekari upplýsingar um Kríu er að finna í lögum, reglugerð og starfsreglum

Lög um Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóð nr 65/2020
Reglugerð um Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóð. nr. 255/2021
Starfsreglur stjórnar nr. 1010_2021