Vísisjóðir í eignasafni Kríu fjárfest í 40 sprotafyrirtækjum á rúmlega þremur árum
- Sýnir mikilvægi sjóðafjárfestinga og öflugs umhverfis nýsköpunarfjárfestinga
Kría, sprota- og nýsköpunarsjóður er sjálfstæður sjóður í eigu íslenska ríkisins. Meginmarkmið Kríu er að styðja við uppbyggingu á virku, alþjóðlega samkeppnishæfu fjármögnunarumhverfi fyrir íslensk nýsköpunarfyrirtæki og hefur sjóðurinn fjárfest í fjórum vísisjóðum í samstarfi við aðra sjóðafjárfesta. Heildarskuldbinding Kríu nemur 3,2 milljörðum króna í Frumtaki 3 slhf., Eyri Vexti slhf., Crowberry II slhf. og Frumtaki 4 slhf. Heildarstærð sjóðanna er yfir 40 milljarðar króna, en samanlagt hafa þeir fjárfest í fjölbreyttu safni sprotafyrirtækja fyrir meira en 27 milljarða króna. Þar af hafa vísisjóðirnir fjárfest fyrir 10,3 milljarða og fengið með sér meðfjárfesta (e. co-investors) fyrir 17,5 milljarða króna. Vísisjóðirnir í eignasafni Kríu hafa fjárfest í 40 sprotafyrirtækjum á rúmlega þremur árum, þarf af 27 sprotafyrirtækjum á Íslandi. Hjá þessum 40 félögum starfa yfir 1.100 manns, þarf af um 650 manns hjá íslenskum sprotafyrirtækjum.
Fjárfestir eingöngu í sérhæfðum vísisjóðum
Kría fjárfestir eingöngu í öðrum sérhæfðum vísisjóðum. Eðli slíkra fjárfestinga er að skuldbindingar (fjárfestingar) eru fáar en með hærri upphæðum en í beinum fjárfestingum og eru skuldbindingarnar greiddar út til sjóðanna yfir líftíma þeirra. Sprotafyrirtækin sem vísisjóðirnir hafa fjárfest í hafa vaxið og dafnað á þeim stutta tíma sem liðinn er frá aðkomu sjóðanna. Vísisjóðirnir hafa laðað að sér meðfjárfesta (co-investors) í fjárfestingunum sínum, sem eru margir hverjir erlendir vísisjóðir og englafjárfestar, sem ýtir undir tækifæri fyrir frekari vöxt og aðgengi að erlendum mörkuðum.
Vísisjóðir mikilvægir áframhaldandi nýsköpun
„Að fá Kríu inn í hluthafahóp Crowberry staðfestir mikilvægi vísisjóða fyrir nýsköpun á Íslandi,“ segir Jenný Ruth Hrafnsdóttir, einn stofnenda og sjóðsstjóra Crowberry Capital, sem segir vísisjóði eins og Crowberry rekna með skýrum ávöxtunarmarkmiðum fagfjárfesta. „Áhættustýring eignasafna í nýsköpun er flókin og það er því mikilvægt að þekking byggist þar upp til að unnt sé að viðhalda áframhaldandi uppbyggingu nýsköpunar á arðbæran hátt. Aðkoma Kríu er fyrst og fremst staðfesting á mikilvægi vísisjóðanna í umhverfi nýsköpunar enda séu sjóðirnir þeir einu sem fjárfesta eingöngu í nýsköpunarfyrirtækjum.“
Eftirsóknarvert fjárfestingaumhverfi
Sæmundur K. Finnbogason, sjóðsstjóri Kríu, segir það mikilvægt að halda áfram að styðja við uppbyggingu á öflugu umhverfi sérhæfðra fjárfestingarsjóða á Íslandi. „Við erum komin vel á veg með að byggja upp öflugt og virkt nýsköpunarumhverfi, þar sem fjölbreytt úrval sérhæfðra fjárfesta er til staðar, mikil sérfræðiþekking og sterk tengsl við erlenda markaði. Þetta þrennt er góð uppskrift að eftirsóknarverðu fjárfestingaumhverfi nýsköpunar á heimsmælikvarða sem við ættum að halda áfram að hlúa að til framtíðar,“ segir Sæmundur.
Information on the requirements for Kría’s investment funding and the supporting documents for the application can be found on the following website (in Icelandic): www.kriaventures.is/umsoknir. VCs interested in applying and satisfy the conditions for investment by Kría can obtain an application form and information on the required supporting documents by enquiring at umsoknir@kriaventures.is.
Information on the requirements for Kría’s investment funding and the supporting documents for the application can be found on the following website (in Icelandic): www.kriaventures.is/umsoknir. VCs interested in applying and satisfy the conditions for investment by Kría can obtain an application form and information on the required supporting documents by enquiring at umsoknir@kriaventures.is