Samkvæmt 5. gr. starfsreglna stjórnar Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs skulu eftirfarandi gögn fylgja umsóknum, séu þau til staðar:
- Stofnsamningur sjóðsins, skilmálar sjóðsins og samþykktir sjóðsins, eins og við á,
- fjárfestingarstefna sjóðsins, upplýsingar um fjárfestingarferil og útgönguáætlun,
- starfsreglur sjóðsins,
- stefnur sjóðsins, svo sem stefnur sjóðsins er varðar ábyrgar fjárfestingar, peningaþvætti og hagmunaárekstra,
- umsýslusamningur milli sjóðs og ábyrgðaraðila eða rekstraraðila,
- áskriftarskrá þar sem fram kemur hvað hver og einn fjárfestir hefur skráð sig fyrir háu stofnfé, upplýsingar um skilyrði fyrir áskriftum ef um það er að ræða og hvert heildarstofnfé sjóðsins sé,
- drög að innköllunaráætlun yfir líftíma sjóðsins,
- ferilskrá stjórnenda rekstraraðila sjóðsins, stjórnenda sjóðsins, ráðgjafa og eftir atvikum annarra fjárfesta,
- starfsleyfi eða staðfesting á skráningu rekstraraðila,
- ársreikningar rekstraraðila fyrir síðastliðin þrjú ár,
- upplýsingar um endanlegt eignarhald á rekstraraðila eða ábyrgðaraðila sjóðs og
- staðfesting frá viðskiptabanka viðkomandi sjóðs um að sjóðurinn hafi staðist áreiðanleikakönnun vegna peningaþvættis.
Stjórn og sjóðstjóra Kríu er heimilt að óska eftir frekari upplýsingum og fylgigögnum frá umsækjanda til að gera stjórn Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs kleift að ákvarða um þátttöku sjóðsins.
Starfsreglur stjórnar Kríu - sprota- og nýsköpunarsjóðs.pdf