Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóði barst ein umsókn um fjárfestingu á síðasta umsóknartímabili sem var frá 15. janúar 2024 til og með 12. apríl 2024. Heildarfjárhæð sem Kría hafði til fjárfestinga á þessu tímabili var allt að einn milljarður króna. Umsókn frá Frumtaki 4 slhf. uppfyllti skilyrði umfjárfestingu frá Kríu skv. 5. gr. reglugerðar nr. 225/2021, sbr. lög nr.65/2020.
--
Kría hefur skuldbundið sig til að fjárfesta einum milljarði króna í Frumtaki 4 slhf., sem er sérhæfður fjárfestingasjóður (vísisjóður) á sviði fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Sjóðurinn verður samtals rúmir 12 milljarður af stærð með 10 ára líftíma.
Meðfjárfestar í Frumtaki 4 slhf. eru íslenskir fjárfestar auk sjóðsstjóra Frumtaks. Sjóðurinn er rekinn af sérhæfða sjóðastýringafyrirtækinu Frumtaki Ventures ehf., sem einnig rekur þrjá aðra sérhæfða fjárfestingasjóði. Frumtak 4 slhf. mun fjárfesta í sprotafyrirtækjum sem eru komin af klakstigi, á fyrstu stigum fjármögnunar, og þykja vænleg til vaxtar og útrásar.
Fjárfestingin í Frumtaki 4 slhf. er fjórða sjóðafjárfesting Kríu. Fjármagnið sem Kría hyggst verja til fjárfestingarinnar mun greiðast á næstu tíu árum í samræmi við líftíma sjóðsins. Fjárhæðinni verður varið til fjárfestinga í íslenskum sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum sem eru annað hvort með starfsemi á Íslandi eða eiga skýrar rætur að rekja til íslenskra hugmynda.
Í eignsafni Kríu eru nú þegar þrír sérhæfðir fjárfestingasjóðir, en þeir eru Crowberry Capital II slhf., Eyrir Vöxtur slhf. og Frumtak 3 slhf. Samanlagt hafa þessir sjóðir fjárfest í 33 sprotafyrirtækjum fyrir meira en 7,5milljarða króna og samhliða fengið til sín meðfjárfestingar frá öðrum fjárfestum fyrir 11 milljarða króna inn í þessi fyrirtæki. Heildarfjöldi starfsamanna þessara félaga er kominn yfir eitt þúsund manns.
Frekari upplýsingar um Frumtak 4 slhf. og Frumtak Ventures ehf. er að finna hér: https://frumtak.is/
Information on the requirements for Kría’s investment funding and the supporting documents for the application can be found on the following website (in Icelandic): www.kriaventures.is/umsoknir. VCs interested in applying and satisfy the conditions for investment by Kría can obtain an application form and information on the required supporting documents by enquiring at umsoknir@kriaventures.is.
Information on the requirements for Kría’s investment funding and the supporting documents for the application can be found on the following website (in Icelandic): www.kriaventures.is/umsoknir. VCs interested in applying and satisfy the conditions for investment by Kría can obtain an application form and information on the required supporting documents by enquiring at umsoknir@kriaventures.is